fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Fréttir

Flugaldan Ak 66 strandaði vegna þess að skipstjórinn sofnaði

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 21. maí 2025 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur birt skýrslu um rannsókn á strandi bátsins Flugöldunnar Ak 66 í mynni Súgandafjarðar en atvikið átti sér stað 28. október árið 2024. Kyrrviðri varð er báturinn strandaði en vestlæg undiralda.

Um morguninn hélt báturinn í veiðiferð frá Suðureyri við Súgandafjörð og var stefnan sett út á Hala til handfæraveiða. Um borð voru tveir menn, skipstjóri og háseti.

Báturinn tók ranga stefnu en á meðan var skipstjórinn sofandi og varð ekki var við stefnubreytinguna. Í skýrslunni segir:

„Þegar báturinn strandaði var að falla að og kom undiraldan stjórnborðsmegin aftan á hornið. Skipstjórinn kallaði eftir aðstoð á rás 16 en fékk ekkert svar. Vaktstöð siglinga, sem heyrt hafði kallið, hafði samband við skipstjórann símleiðis og boðaði í framhaldinu björgunaraðila frá Flateyri, Suðureyri og Bolungarvík til aðstoðar.

Að höfðu samráði við björgunaraðila ákvað skipstjórinn að reyna ekki að fara frá borði og í land fyrr en þeir kæmu og gætu aðstoðað. Þar sem einungis var einn björgunarbúningur um borð klæddi hásetinn sig í hann og fór fram í stefni og þaðan í land með hjálp björgunaraðila. Þar klæddi hann sig úr björgunarbúningnum og kom honum til skipstjórans sem klæddi sig í hann og fór sömu leið í land. Ástæða þess að aðeins einn björgunarbúningur var um borð var að sögn skipstjórans að hann hafði tekið einn björgunarbúning með sér þegar hann fór í róður með öðrum bát sem þriðji maður og hafði gleymt að taka hann með sér til baka.

Þyrla Landhelgisgæslunnar kom á staðinn og tók skipbrotsmennina um borð og flaug með þá til Suðureyrar.

Björgunaraðilar náðu síðan Flugöldunni af strandstað og björgunarskipið Gísli Jóns dró hana til hafnar á Suðureyri.“

Búnaðurinn sendi röng merki

Í skýrslunni kemur fram að mikill raki og spanskgræna höfðu myndast í stjórnbúnaði bátsins (handstýri og útstöð) sem að líkindum leiddi til þess að búnaðurinn sendi röng merki í stjórntölvu sjálfstýringarinnar. Við mælingu kom í ljós að mikil útleiðsla var í búnaðinum og samsláttur merkjakapla. Segir að eftirlit og viðhald á búnaðinum hafi ekki verið nægilegt en hann átti að vera vatnsheldur.

Skipstjórar þurfa að vera úthvíldir

Hvað sem ofangreindu líður er það niðurstaða rannsóknarnefndarinnar að orsök strandsins hafi verið sú að skipstjórinn sofnaði. Er í skýrslunni bent á að skipstjórnarmenn þurfi ávallt að vera vel hvíldir og þurfi að kalla til annan á stjórnpall eða fresta för þar til skipstjóri hafi náð eðlilegri hvíld.

Einnig er fundið að því að ekki hafi verið nema einn björgunarbúningur um borð og því ekki nægilega margir björgunarbúningar á báða skipverjana. „Nefndin bendir á ríka skyldu skipstjóra til að hafa björgunarbúnað um borð eins og reglugerðir segja til um,“ segir í lokaorðum skýrslunnar.

Sjá nánar hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Segist hafa séð Ym Art hóta móður sinni lífláti sama dag og hann banaði henni

Segist hafa séð Ym Art hóta móður sinni lífláti sama dag og hann banaði henni
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Flosi í HAM vegna athæfis ferðamanna – „Sýnileg merki um eigið egó“

Flosi í HAM vegna athæfis ferðamanna – „Sýnileg merki um eigið egó“
Fréttir
Í gær

Mikill meirihluti landsmanna hlynntur veiðigjaldafrumvarpi ríkisstjórnarinnar – Sjálfstæðismenn einir á móti

Mikill meirihluti landsmanna hlynntur veiðigjaldafrumvarpi ríkisstjórnarinnar – Sjálfstæðismenn einir á móti
Fréttir
Í gær

Segja Pútín nú beina sjónum sínum að öðru landi og ætli að „ógna öryggi á heimsvísu“

Segja Pútín nú beina sjónum sínum að öðru landi og ætli að „ógna öryggi á heimsvísu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilja banna börn í Bláa lóninu – „Þetta er ekki vatnsleikjagarður“

Vilja banna börn í Bláa lóninu – „Þetta er ekki vatnsleikjagarður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaut fangelsisdóm fyrir að keyra of hratt á sumardekkjum á Akureyri

Hlaut fangelsisdóm fyrir að keyra of hratt á sumardekkjum á Akureyri