fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Fókus

Endurkoma Jessicu Simpson eftir 15 ára hlé gengur brösulega – Áhorfendur tættu hana í sig

Fókus
Þriðjudaginn 20. maí 2025 12:30

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Endurkoma Jessicu Simpson í sviðsljósið virðist ekki vera að ganga alveg nógu vel. Hún kom fram og flutti lag í sjónvarpi í fyrsta skipti í fimmtán ár og söng lagið „These Boots Are Made for Walking“ í American Idol, ásamt fyrrverandi keppandanum Josh King. Hún söng einnig nýja lagið sitt Blame Me.

Áhorfendur voru ekki hrifnir af flutningi Simpson og fóru hörðum orðum um hana á samfélagsmiðlum. Einn líkti flutningi hennar við lestarslys og annar sagði söngkonuna hafa verið að „berjast fyrir lífi sínu“ á sviðinu.

„Þessi greyið kona veit ekki hvenær er tími til að hætta,“ sagði einn netverji.

„Hún hefði aldrei komist áfram í Idol ef hún væri í áheyrnarprufu,“ sagði annar.

Sumir komu stjörnunni til varnar  og sögðu flutninginn frábæran. Margir sögðust vera ánægðir að sjá hana aftur á bak við hljóðnemann.

Horfðu á atriðið hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Lepur ekki dauðann úr skel – Mánaðartekjur Spelling afhjúpaðar í skilnaðarpappírum

Lepur ekki dauðann úr skel – Mánaðartekjur Spelling afhjúpaðar í skilnaðarpappírum
Fókus
Í gær

Viagra töflur kærastans hverfa en ekkert bólar á áhrifunum í svefnherberginu

Viagra töflur kærastans hverfa en ekkert bólar á áhrifunum í svefnherberginu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eiginmaðurinn í Coldplay-skandalnum rýfur þögnina

Eiginmaðurinn í Coldplay-skandalnum rýfur þögnina
Fókus
Fyrir 2 dögum

RÚV staðfestir þátttöku í Eurovision 2026 með fyrirvara

RÚV staðfestir þátttöku í Eurovision 2026 með fyrirvara
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er ekki fullkominn“ – Frásögn sem er persónuleg, falleg og einlæg og skyldulesning fyrir alla

„Ég er ekki fullkominn“ – Frásögn sem er persónuleg, falleg og einlæg og skyldulesning fyrir alla
Fókus
Fyrir 3 dögum

Næsti kafli björtustu stjörnu Íslands: Kvikmynd, vínyll og ný plata á ensku

Næsti kafli björtustu stjörnu Íslands: Kvikmynd, vínyll og ný plata á ensku