Bræðurnir í VÆB enduðu í 25. sæti af 26 í Eurovision keppninni sem fram fór í Basel í Sviss í gærkvöldi. VÆB fengu núll stig frá dómnefndum en 33 stig frá almenningi.
Stigin sem Ísland fékk voru:
Íslenska dómnefndin gaf stig til eftirfarandi landa. Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona sem var fulltrúi okkar árin 2010 og 2024 kynnti:
Íslenska þjóðin gaf eftirfarandi löndum stig:
Í fyrri undankeppninni stigu VÆB fyrstir á svið og enduðu í 6. sæti það kvöld með 97 stig. Á undan þeim voru Úkraína (9. sæti), Albanía (8. sæti), Holland (12. sæti), Svíþjóð (4. sæti) og Eistland (3. sæti). Í sviga eru sætin sem löndin enduðu í eftir lokakvöldið.
Eins og áður hefur komið fram vann Austuríki í ár með 436 stig með lagið Wasted Love í flutningi JJ.