fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Ákærðir fyrir tvö innbrot í Áslandi sömu nóttina

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 14. maí 2025 15:30

Loftmynd af Áslandi. Google Maps.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki hefur tekist að birta tveimur meintum innbrotsþjófum ákæru héraðssaksóknara og hefur þeim því verið birt fyrirkall í Lögbirtingablaðinu, lögum samkvæmt.

Mennirnir eru á fertugsaldri, þeir bera báðir erlend nöfn en hafa íslenska kennitölu. Þeir eru sakaðir um innbrot í tvö hús í Áslandshverfinu í Hafnarfirði á júlínóttu sumarið 2023.

Þeir brutu sér leið í gegnum útidyrahurð að öðru húsinu og stálu þaðan Hugo Boss úri, silfur Tissot úri, svartri Lenovo fartölvu, Apple iPad, Apple úri, Apple Macbook fartölvu og Sony þráðlausum heyrnartólum, að óþekktu verðmæti.

Þeir fór inn í hitt húsið í gegnum ólæstar dyr og stálu Lenovo spjaldtölvu, Apple iPad spjaldtölvu, hvítum Samsung farsíma, Canon myndavél og Sony heyrnartólum, að óþekktu verðmæti.

Annar þeirra er síðan sakaður um að hafa fyrr um sumarið stolið ýmsum matvörum, m.a. Mjúkís með vanillubragði, úr Krónunni í Flatahrauni.

Málið verður þingfest við Héraðsdóm Reykjaness þann 16. júní næstkomandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife
Fréttir
Í gær

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu
Fréttir
Í gær

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða
Fréttir
Í gær

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvær mjög ungar konur ákærðar fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Tvær mjög ungar konur ákærðar fyrir stórfellt fíkniefnabrot