fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fréttir

Ákærðir fyrir tvö innbrot í Áslandi sömu nóttina

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 14. maí 2025 15:30

Loftmynd af Áslandi. Google Maps.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki hefur tekist að birta tveimur meintum innbrotsþjófum ákæru héraðssaksóknara og hefur þeim því verið birt fyrirkall í Lögbirtingablaðinu, lögum samkvæmt.

Mennirnir eru á fertugsaldri, þeir bera báðir erlend nöfn en hafa íslenska kennitölu. Þeir eru sakaðir um innbrot í tvö hús í Áslandshverfinu í Hafnarfirði á júlínóttu sumarið 2023.

Þeir brutu sér leið í gegnum útidyrahurð að öðru húsinu og stálu þaðan Hugo Boss úri, silfur Tissot úri, svartri Lenovo fartölvu, Apple iPad, Apple úri, Apple Macbook fartölvu og Sony þráðlausum heyrnartólum, að óþekktu verðmæti.

Þeir fór inn í hitt húsið í gegnum ólæstar dyr og stálu Lenovo spjaldtölvu, Apple iPad spjaldtölvu, hvítum Samsung farsíma, Canon myndavél og Sony heyrnartólum, að óþekktu verðmæti.

Annar þeirra er síðan sakaður um að hafa fyrr um sumarið stolið ýmsum matvörum, m.a. Mjúkís með vanillubragði, úr Krónunni í Flatahrauni.

Málið verður þingfest við Héraðsdóm Reykjaness þann 16. júní næstkomandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Trump vill bæta við 20.000 lögreglumönnum til að flytja fólk úr landi

Trump vill bæta við 20.000 lögreglumönnum til að flytja fólk úr landi
Fréttir
Í gær

Sigurbjörg er enn á götunni og engin lausn í sjónmáli

Sigurbjörg er enn á götunni og engin lausn í sjónmáli
Fréttir
Í gær

HR sendi nemanda með prófkvíða í tvö sjúkrapróf sama daginn

HR sendi nemanda með prófkvíða í tvö sjúkrapróf sama daginn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kópavogsbær fer í hart gegn ríkinu – Minnihlutinn segist ekkert hafa fengið að vita um málið í rúmt ár

Kópavogsbær fer í hart gegn ríkinu – Minnihlutinn segist ekkert hafa fengið að vita um málið í rúmt ár
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla sökuð um ólöglegar aðgerðir í Vestmannaeyjum – Ætluðu að brjótast inn á heimili gamallar konu

Lögregla sökuð um ólöglegar aðgerðir í Vestmannaeyjum – Ætluðu að brjótast inn á heimili gamallar konu