fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Pressan

Á að nota tannþráð fyrir eða eftir tannburstun?

Pressan
Laugardaginn 3. maí 2025 07:30

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á að nota tannþráð áður en maður tannburstar eða eftir að maður hefur tannburstað? Kannski finnst flestum svarið mjög augljóst en það eru ekki allir sammála um hvort sé betra.

Svarið er auðvitað að það á að nota tannþráðinn áður en tannburstinn er látinn taka til starfa. Með þessu tryggir maður eins góða hreingerningu og hægt er.

Tannþráðurinn fjarlægir matarleifar og óværu af tönnunum og af tannholdinu á svæðum sem erfitt er að koma tannburstanum við. Þegar tannþráðnum hefur verið beitt, þá á flúorið í tannkreminu auðveldara með að komast að svæðunum sem þráðurinn er búinn að hreinsa.

Með því að nota tannþráðinn fyrst, þá fjarlægir þú bakteríur og matarleifar sem geta valdið andfýlu.

Flestir tannlæknar og samtök tannlækna mæla með notkun tannþráðs áður en tannburstað er. Ástæðan er einfaldlega sú að það gerir fólki best kleift að fjarlægja bakteríur og hámarka áhrif flúors.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr
Pressan
Fyrir 6 dögum

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi