Athafnamaðurinn Friðrik Weisshappel og fjölmiðlakonan Andrea Róbertsdóttir voru eitt heitasta par landsins á tíunda áratug síðustu aldar og fastagestir á síðum dagblaða. Friðrik hefur gert það gott sem veitingamaður, bæði hérlendis sem og í Danmörku, og unnið marga sigra. Þau leiðinlegu tíðindi bárust hins vegar í vikunni að Friðrik hygðist loka Laundromat Café í miðbæ Reykjavíkur því ekki hefði náðst samkomulag um áframhaldandi samstarf við leyfishafa. Tíðindin af Andreu voru öllu gleðilegri en hún var ráðin framkvæmdastjóri Kaffitárs á dögunum.