Það er alls ekki öruggt að Paul Pogba spili aftur fyrir franska landsliðið en hann greinir sjálfur frá.
Þessi 32 ára gamli miðjumaður er laus úr 18 mðánaða banni eftir að hafa fallið á lyfjaprófi og skrifaði undir hjá Monaco.
Pogba grínaðist með það að landsliðsþjálfari Frakka, Didier Deschamps, hafi lofað honum öruggu sæti í liðinu eftir endurkomuna.
,,Auðvitað ræddi ég við Deschamps í símtali og hann sagði við mig: ‘Þetta er í góðu, þú varst að skrifa undir hjá Monaco svo snúðu aftur þegar þú vilt,’ sagði Pogba.
,,Nei ég er að grínast en auðvitað er það draumur hvers leikmanns Frakklands að spila fyrir landsliðið.“
,,Ég þarf að vinna mér inn sæti í liðinu sem er með mjög góðan og stóran hóp. Það er undir mér komið að standa mig og vinna mér inn sæti.“