fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
433Sport

Höfðu komið upp reglulega öryggisgallar í bílnum sem Jota og bróðir hans voru á

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 4. júlí 2025 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Töluvert af öryggisgöllum hafði komið upp í Lamborghini Huracán bifreiðum á síðustu árum, það var slíkur bíll sem Diogo Jota ók þegar hann og bróðir hans létust.

Þeir bræður létust í bílslysi snemma í gærmorgun en knattspyrnuheimurinn hefur verið í áfalli eftir að framherji Liverpool og bróðir hans féllu frá.

Þeir voru á ferðalagi frá Portúgal yfir til Englands og ætluðu að taka ferju frá bænum Santander á Spáni yfir til Englands.

Talið er að dekk á bílnum hafi sprungið þegar þeir voru að taka fram úr öðrum bíl, ekki er talið að öryggisgallar hafi verið orsökin en slíkir hafa verið tíðir í þessum tegundum.

Getty Images

Huracán bílinn hefur ítrekað verið innkallaður vegna öryggismála í gegnum tíðina, þar á meðal vegna stillinga á aðalljósum sem gátu valdið glampa og dregið úr sýnileika, sem og bilunar í viðvörunarkerfi fyrir öryggisbelti.

Innköllun í september 2024 náði til 39 eintaka af Huracán EVO Spyder í Bandaríkjunum.

Lamborghini viðurkenndi að árekstrarvarnarfesting, nauðsynleg fyrir framhluta burðarvirkisins hafi mögulega verið sett upp á rangri hlið vegna mannlegra mistaka í verksmiðjunni.

Lamborghini er hætt að framleiða þessa tegund af bílum en fyrirtækið seldi yfir 25 þúsund eintök af honum á ellefu ára tímabili, bílinn kostaði um 50 milljónir króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Staðfestir að hann hafi sigrað krabbameinið

Staðfestir að hann hafi sigrað krabbameinið
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Náðu myndbandi af stórstjörnunni sem var blindfullur á tónleikum

Náðu myndbandi af stórstjörnunni sem var blindfullur á tónleikum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þrjú ensk stórlið sögð horfa til Parísar – Samningslaus næsta sumar

Þrjú ensk stórlið sögð horfa til Parísar – Samningslaus næsta sumar
433Sport
Í gær

,,Við erum ekki Inter Milan eða Real Madrid“

,,Við erum ekki Inter Milan eða Real Madrid“
433Sport
Í gær

Elías Már til Kína

Elías Már til Kína
433Sport
Í gær

Var ásakaður um leti og metnaðarleysi og fær stuðning úr óvæntri átt – ,,Ég hef ekkert illt að segja“

Var ásakaður um leti og metnaðarleysi og fær stuðning úr óvæntri átt – ,,Ég hef ekkert illt að segja“
433Sport
Í gær

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum