Aston Villa eða Newcastle gætu mögulega borgað 50 milljónir evra fyrir miðjumanninn Mateo Guendouzi.
Guendouzi er fyrrum miðjumaður Arsenal en hann stóðst ekki væntingar þar og var seldur til Marseille.
Eftir góða frammistöðu þar ákvað Lazio að kaupa leikmanninn þar sem hann stóð sig einnig vel síðasta vetur.
Guendouzi er franskur landsliðsmaður og á að baki 14 leiki fyrir þjóð sína en það er kaupákvæði í samningi hans upp á 50 milljónir evra.
Guendouzi er enn aðeins 26 ára gamall og er möguleiki á að hann muni kosta allt að 50 milljónir í sumar ef Lazio vill ekki selja.