Forráðamenn Aston Villa ætla að skoða það í sumar að losa við Emi Martinez markvörð liðsins.
Vitað er að Unai Emery stjóri Villa og Martinez hafa ekki alltaf átt skap saman.
Emery er sagður vilja fá inn nýjan markvörð í sumar og þá þarf að losa sig við Martinez.
Martinez er litríkur karakter og er á góðum degi einn öflugasti markvörður enska boltans.
Hann var lykilmaður í liði Argentínu sem vann HM árið 2022 en ljóst er að nokkuð mörg lið hefðu áhuga á að krækja í hann.