
Lionel Messi bætti um helgina enn einu metinu við glæstan feril sinn og er nú kominn með flestar stoðsendingar í knattspyrnusögunni.
Argentínumaðurinn lagði upp sitt 405. mark sitt á ferlinum með Inter Miami gegn New York City og fór þar með fram úr goðsögninni Ferenc Puskas.
Þess má geta að Inter Miami vann leikinn og stóð þar uppi sem sigurvegari í Austurdeild MLS-deildarinnar vestan hafs.
Liðið mætir Vancouver Whitecaps úrslitaleik sjálfrar MLS-deildarinnar.