
Tveir starfsmenn á reynslu hjá Sky Sports á Ítalíu hafa verið látnir fara eftir að hafa fagnað marki Inter í beinni útsendingu.
Atvikið átti sér stað á sunnudag þegar Inter mætti Verona á útivelli í ítölsku Serie A. Inter tryggði sér 2–1 sigur í uppbótartíma eftir sjálfsmark frá varnarmanni Verona, Martin Frese.
gol dell’Inter, e a #SkySport 24 in redazione qualcuno non contiene l’esultanza 👀#VeronaInterpic.twitter.com/0h4FtuV0aW
— Andrea 🐺 (@andrewalbo) November 2, 2025
Á meðan verið var að flytja fréttir af leiknum í beinni útsendingu á Sky Sports mátti sjá tvo unga menn í bakgrunni hoppa af gleði og faðmast eftir sigurmarkið. Myndbandið fór hratt í dreifingu á samfélagsmiðlum, en viðbrögðin innan stöðvarinnar voru ekki jákvæð.
Federico Ferri, fréttastjóri Sky Sports á Ítalíu, brást skjótt við og rak starfsmennina. „Við erum blaðamenn, ekki áhorfendur á krá eða á pöllunum. Slík hegðun er alltaf óásættanleg, sérstaklega þegar hún ratar í beina útsendingu,“ skrifar Ferri í yfirlýsingu.