
Fyrrverandi landsliðsþjálfari Englands, Gareth Southgate, segist ekki útiloka að snúa aftur í þjálfun og taka við liði í ensku úrvalsdeildinni.
Southgate, sem hætti með England eftir EM 2024, hefur síðan sinnt öðrum verkefnum. Hann hefur þó verið meðal þeirra líklegustu í veðbönkum til að taka við Manchester United ef Ruben Amorim yrði látinn fara.
„Aldrei segja aldrei, en það er ekki efst á forgangslistanum,“ sagði Southgate í viðtali við BBC um huganlega endurkomu í enska boltann.
Auk enska landsliðsins hefur Southgate stýrt Middlesbrough, en það gerði hann frá 2006 til 2009. Einnig var hann þjálfari U-21 árs landsliðs Englands.