
Alex Oxlade-Chamberlain hefur snúið aftur til Arsenal og æfir með liðinu, átta árum eftir að hann yfirgaf liðið.
Oxlade-Chamberlain, sem er 32 ára, lék nær 200 leiki fyrir Arsenal áður en hann fór til Liverpool árið 2017 fyrir 35 milljónir punda. Hann lék síðast með Besiktas í Tyrklandi en var leystur undan samningi þar í sumar.
Arsenal leyfir nú Englendingnum að æfa með sér til að hald sér í formi á meðan hann leitar að nýju félagi.
Oxlade-Chamberlain vann þrjá bikarmeistaratitla með Arsenal og síðar ensku úrvalsdeildina og Meistaradeildina með Liverpool.