fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
433Sport

Sesko ekki alvarlega meiddur en verður þó frá í mánuð

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 17. nóvember 2025 20:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benjamin Sesko, framherji Manchester United, hefur sloppið við alvarleg meiðsli og verður frá í mestalagi mánuð, samkvæmt Sky Sports News.

Sesko missti af landsleikjum Slóveníu eftir að hafa fengið hnémeiðsli í leiknum gegn Tottenham fyrir landsleikjahlé.

Nánari myndgreiningar hafa staðfest að 22 ára leikmaðurinn er ekki með nein alvarleg vandamál og mun nú fara í endurhæfingu sem stendur fram í desember.

Sesko kom inn á sem varamaður á 58. mínútu í 2-2 jafntefli gegn Tottenham og þurfti að fara af velli á 82. mínútu vegna meiðslanna. Þetta var hans 12. leikur á tímabilinu eftir að hann gekk til liðs við United frá RB Leipzig í sumar fyrir rúmlega 73 milljónir punda.

Manchester United mætir aftur til leikja eftir landsleikjahléið 24. nóvember þegar liðið tekur á móti Everton á Old Trafford.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Liverpool ætlar í kapphlaupið við spænsku risana af fullum þunga

Liverpool ætlar í kapphlaupið við spænsku risana af fullum þunga
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum
Milos rekinn úr starfi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Umboðsmaður Rashford fundaði með tveimur enskum félögum nýlega

Umboðsmaður Rashford fundaði með tveimur enskum félögum nýlega
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu þegar allt ætlaði um koll að keyra á flugvellinum í Dublin eftir ótrúlegt afrek Heimis og félaga

Sjáðu þegar allt ætlaði um koll að keyra á flugvellinum í Dublin eftir ótrúlegt afrek Heimis og félaga