

Erling Haaland, framherjinn öflugi hjá Manchester City skoraði tvö mörk í 4-1 sigri Norðmanna á Eistlandi sem tryggði þeim nær öruggt sæti á HM, fyrsta sinn síðan 1998.
Eftir leikinn tók fyrirliðinn hlutverkið sitt bókstaflega þegar hann pantaði næstum 70 ostborgara fyrir glaða liðsfélaga sína og sótti þá sjálfur til bílstjóra sem mætti með þá.
Samkvæmt norska miðlinum TV2 brást samherji hans, Sander Berge hjá Fulham, hlægjandi við tíðindunum og sagði. „Þetta er virkilega sterkt framlag frá fyrirliðanum!“

Haaland hefur nú skorað 30 mörk á leiktíðinni fyrir félag og landslið og er á barmi þess að bæta met.
Noregur situr nú á toppi riðilsins í undankeppni HM og aðeins ótrúleg markatölusveifla gæti komið Ítalíu upp fyrir þá þegar liðin mætast í úrslitaleik riðilsins á San Siro á sunnudag.