fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 5. nóvember 2025 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo hefur opinberað að tvö af börnum hans hafi verið með stórt hlutverk í því þegar hann bað kærustunnar Georginu Rodríguez, í frekar óundirbúinni og lítið rómantískri bónorðs­stund.

Parið vakti mikla athygli í ágúst þegar þau tilkynntu trúlofun sína eftir níu ára sambúð. Georgina, sem er argentínsk-spænsk fyrirsæta, deildi þá mynd af glæsilegum trúlofunarhring sínum á Instagram og skrifaði: „Já, ég geri það. Í þessu lífi og öllum hinum.“

Ronaldo játaði í viðtali við Piers Morgan að hann sé „ekki mjög rómantískur“ og að bónorðið hafi alls ekki verið planað. „Það var um klukkan eitt um nótt,“ sagði hann.

„Stelpurnar okkar voru sofandi. Vinur minn rétti mér hringinn og um leið og ég ætlaði að bjóða Georginu hann, komu tvö af börnunum inn og sögðu: ‘Pabbi, ætlarðu að biðja mömmu um að giftast þér?’ Þá hugsaði ég: Þetta er rétti tíminn.“

Hann viðurkenndi að hann hafi ekki farið á hné, þar sem allt gerðist hratt, en augnablikið hafi verið fallegt og einlægt. „Ég vissi að hún væri kona lífs míns,“ sagði Ronaldo.

Aðspurður hvenær brúðkaupið fari fram sagði hann brosandi: „Ekki strax, kannski eftir HM… með bikarinn!“ Georgina vilji þó frekar lítið og persónulegt brúðkaup, og því verður það virt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Liðsfélagi og vinur Trent opinberar hvernig kappinn talar um Liverpool

Liðsfélagi og vinur Trent opinberar hvernig kappinn talar um Liverpool
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ungir Akureyringar eiga krefjandi verkefni fyrir höndum í Grikklandi

Ungir Akureyringar eiga krefjandi verkefni fyrir höndum í Grikklandi