fbpx
Mánudagur 06.október 2025
433Sport

Tómas Þór segir að kjánalegt yrði að velja ekki Eið Smára ef möguleikinn er fyrir hendi

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 6. október 2025 12:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er enn óljóst hvort Srdjan Tufegdzic, Túfa, verði áfram þjálfari Vals á næstu leiktíð eður ei. Tómas Þór Þórðarson telur að félagið eigi að ráða Eið Smára Guðjohnsen.

Valur missti af Íslandsmeistaratitlinum undanfarnar vikur í Bestu deildinni eftir að hafa verið á toppnum lengi vel. Framtíð Túfa hefur verið í umræðunni og einhverjir vilja skipta um mann í brúnni.

„Það hafa allir undir hans stjórn varla verið betri en á æfingum hjá Eiði. Hann er víst líka geggjaður í klefanum, klefaræður eru upp á 15.5. Við skulum vera heiðarlegir með það að hann er fjórtán sinnum stærri en leikmenn Vals til samans, þannig að það er ekkert mál að laga klefann,“ sagði Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum Fótbolti.net.

„Ef að hann er í lagi þá er þetta maðurinn sem Valur á að keyra á. Hann er með djúpar tengingar þarna, væntanlega hungraður og sagði í Dr. Football að hann væri klár í slaginn. Ef að hann er klár þá ætla ég að fara það langt að segja að það væri skrítið ef þeir myndu ekki ráða hann. Miðað við það sem þeir þurfa væri annað kjánalegt.“

Eiður hefur áður þjálfað FH og verið aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins, sem og U-21 árs landsliðsins.

Eiður ræddi einmitt framtíð sína í þjálfun í umræddum þætti af Dr. Football. Má lesa nánar um það hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sökuð um ógeðsleg ummæli í garð keppanda í vinsælum þætti á BBC

Sökuð um ógeðsleg ummæli í garð keppanda í vinsælum þætti á BBC
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Klámstjarna birtir mynd sem vekur athygli – Varpar ljósi á heimsfrægan kærasta

Klámstjarna birtir mynd sem vekur athygli – Varpar ljósi á heimsfrægan kærasta
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Leggur til breytingar á deild þeirra bestu – Verið að hjálpa stóru strákunum

Leggur til breytingar á deild þeirra bestu – Verið að hjálpa stóru strákunum
433Sport
Í gær

Tómas segir gamanið hafa kárnað þegar þessi aðili blandaði sér í málið – „Ég þoli hann ekki“

Tómas segir gamanið hafa kárnað þegar þessi aðili blandaði sér í málið – „Ég þoli hann ekki“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guardiola ánægður með gremju Haaland í viðtölum

Guardiola ánægður með gremju Haaland í viðtölum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tómas segir þrjósku hafa orðið til brottrekstursins – „Þó þetta sökki“

Tómas segir þrjósku hafa orðið til brottrekstursins – „Þó þetta sökki“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tómas sleginn yfir uppsögn Davíðs – „Ég ætla þá rétt að vona það“

Tómas sleginn yfir uppsögn Davíðs – „Ég ætla þá rétt að vona það“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?