

Harvey Elliott verður ekki með Aston Villa gegn Liverpool á laugardag, þar sem hann má ekki mæta uppeldisfélagi sínu.
En samkvæmt Mail Sport eru dagar hans hjá Liverpool þó ekki endanlega taldir, ákvæði í lánssamningi hans gæti séð til þess að hann snúi aftur til Anfield.
Elliott, 22 ára, gekk til liðs við Aston Villa á lokadegi félagaskiptagluggans á láni með skyldu til kaupa, en það ákvæði tekur aðeins gildi þegar hann hefur leikið ákveðinn fjölda leikja.
Þar með gæti Liverpool í raun fengið leikmanninn aftur án þess að Villa greiði þær 35 milljónir punda sem samið var um í sumar.
Unai Emery hefur hingað til ekki treyst Englendingnum mikið, og var Elliott hvorki í leikmannahópi Villa í 1–0 sigrinum á Manchester City né verður hann með gegn Liverpool.
Samkvæmt Mail er miðjumaðurinn þó skilningsríkur gagnvart stöðu sinni, þótt hann sé svekktur. Hann yfirgaf Liverpool síðasta sumar í leit að reglulegu spiltíma eftir að hafa átt erfitt uppdráttar undir stjórn Arne Slot.
Ef Villa ákveður að virkja kaupskylduna er talið að Liverpool hafi tryggt sér endurkaupsákvæði og prósentu af framtíðarsölu leikmannsins.