

Samkvæmt enskum miðlum er tilboð sádiarabísku úrvalsdeildarinnar til Mohamed Salah enn í gildi, þrátt fyrir að stjarna Liverpool hafi hafnað sambærilegu boði síðasta sumar.
Salah, sem er 33 ára, er enn efstur á óskalista liða í Saudi-Arabíu og er sagður sjálfur hafa áhuga á að ljúka ferlinum í Miðausturlöndum.
Síðasta sumar tókst Sádum ekki að fá hann til liðs við sig, en Salah framlengdi þá við Liverpool og varð hæstlaunaði leikmaður í sögu félagsins.
Nú, eftir erfiða byrjun liðsins undir stjórn Arne Slot, hafa sögusagnirnar um mögulegt skipt yfir í Sádi Arabíu blossað upp á ný.
Samkvæmt fréttum myndi nýtt samningsframboð gera Salah jafnvel launaðan og Cristiano Ronaldo, sem þénar mest allra í heiminum hjá Al-Nassr. T
ilboðið felur í sér laun upp á um 150 milljónir punda á ári, auk þess sem Salah myndi verða ferðamálaerindreki landsins og fá rétt til að eiga hlut í einu af liðum deildarinnar.
Salah hefur ekki útilokað slíkt skref í framtíðinni, en Liverpool mun væntanlega berjast fyrir því að halda sínum helsta markaskorara, að minnsta kosti út samningstímann sem rennur út árið 2026.