

Ekki er öruggt að Hermann Hreiðarsson taki við þjálfun Vals en eins og talið hefur verið. Fyrr í vikunni var það talið nánast öruggt að Hermann tæki við Val.
Hermann er þjálfari HK í dag og hefur átt í viðræðum um starfið en Srdjan Tufegdzic lét af störfum á mánudag.
Valur hafði fengið leyfi HK til þess að ræða við Hermann en samkvæmt heimildum 433.is er ekki öruggt að Hermann taki við starfinu.
HK hefur á undanförnum dögum rætt við aðra þjálfara þar sem þar var talið öruggt að Hermann tæki við Val, það gæti enn gerst en ekki hefur verið gengið frá neinu og er ekki eins öruggt og talið var í upphafi vikunnar.
Samkvæmt sömu heimildum hefur stjórn Vals skoðað fleiri kosti undanfarna daga og er nafn Eiðs Smára Guðjohnsen reglulega nefnt í því samhengi. Fleiri nöfn eru á blaði.
Samkvæmt heimildum 433.is er Eiður Smári á blaði hjá Val og hefur verið í nokkar vikur, hvort formleg samtöl hafi átt sér stað hefur hins vegar ekki fengist staðfest.
Eiður Smári hefur farið í viðræður við Selfoss um að taka við liðinu og er búist við að þar á bæ muni menn gera Eiði tilboð á næstu dögum.