fbpx
Föstudagur 31.október 2025
433Sport

Amorim svarar pillu frá Sean Dyche – „Þá er enginn að fara að hlusta á þig“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 31. október 2025 09:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að hann taki ekki gagnrýni frá Sean Dyche persónulega, en nýr stjóri Nottingham Forest hafi aðeins verið að vinna sína vinnu sem knattspyrnusérfræðingur þegar hann gerði athugasemdir um leikstíl Portúgalans síðasta sumar.

Dyche, sem tók nýverið við Forest, hélt því þá fram í tveimur hlaðvörpum að hann myndi vinna fleiri leiki með United með hefðbundnu 4-4-2 kerfi, fremur en 3-4-2-1 kerfi Amorims. Liðin mætast á morgun í ensku úrvalsdeildinni.

„Kannski hefur hann rétt fyrir sér, ef við myndum spila 4-4-2 gætum við unnið fleiri leiki,“ sagði Amorim.

„En ég hef alltaf sagt að minn leikstíll taki tíma, og í framtíðinni verður hann betri. Við vitum það ekki.“

Hann bætti við að hann skilji vel muninn á því að vera þjálfari og sérfræðingur. „Ef þú ert í sjónvarpinu og segir ekki sterkar skoðanir, þá er enginn að fara að hlusta á þig. Ég skil það vel. Sean Dyche er mjög klár maður og veit hvernig leikurinn virkar.“

„Það er annað að tala um leikinn, og annað að stýra liði. Ég tek því ekki illa, ég vil bara vinna næsta leik,“ sagði Amorim að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Gareth Owen ráðinn tæknilegur ráðgjafi Vals

Gareth Owen ráðinn tæknilegur ráðgjafi Vals
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Svona væri staðan ef föst leikatriði væru tekin úr jöfnunni – Arsenal og United væru í djúpum skít

Svona væri staðan ef föst leikatriði væru tekin úr jöfnunni – Arsenal og United væru í djúpum skít
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hættir í starfinu til að aðlaga líf sitt að stráknum sínum sem er með alvarlega einhverfu

Hættir í starfinu til að aðlaga líf sitt að stráknum sínum sem er með alvarlega einhverfu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Leita til lögfræðings eftir ógeðfelldar lygar á netinu með hjálp gervigreindar – Sonur þeirra átti að vera látinn og ung dóttir þeirra með krabbamein

Leita til lögfræðings eftir ógeðfelldar lygar á netinu með hjálp gervigreindar – Sonur þeirra átti að vera látinn og ung dóttir þeirra með krabbamein
433Sport
Í gær

Þorsteinn útskýrir ákvörðun sína – „Gott að koma inn fyrsta markinu“

Þorsteinn útskýrir ákvörðun sína – „Gott að koma inn fyrsta markinu“
433Sport
Í gær

Engar líkur á að Slot fái sparkið

Engar líkur á að Slot fái sparkið