fbpx
Föstudagur 31.október 2025
433Sport

Allt í apaskít vegna félagaskipta Zubimendi til Arsenal – Dómsmál að fara í gang á Spáni

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 31. október 2025 10:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum félög Martin Zubimendi, miðjumanns Arsenal, eiga nú í harðri deilu vegna félagaskipta hans frá Real Sociedad í sumar.

Antiguoko, uppeldisfélag leikmannsins, hefur höfðað mál gegn Sociedad og krefst 870 þúsund punda sem jafngildir um einni milljón evra vegna hluta sem þeir telja sig eiga rétt á úr sölunni.

Zubimendi, sem er 26 ára, hefur slegið í gegn eftir komu sína til Arsenal síðasta sumar fyrir 51 milljón punda og hefur verið lykilmaður í liði sem situr nú fjórum stigum á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

Roberto Montiel, tæknistjóri Antiguoko, segir samband félaganna vera mjög slæmt. „Við höfðum samkomulag við Real Sociedad fram til ársins 2020. Eftir það höfum við unnið með Athletic Bilbao,“ sagði hann.

„Þegar Zubimendi skrifaði undir hjá Real Sociedad var samið um að ef hann yrði seldur síðar, myndi Antiguoko fá fimm prósent af sölunni, að hámarki einni milljón evra. Real Sociedad hefur ekki staðið við það.“

Real Sociedad hefur ekki tjáð sig opinberlega um málið, en spænskir fjölmiðlar greina frá því að félagið telji sig ekki bundið af samkomulaginu þar sem það hafi runnið út áður en leikmaðurinn var seldur til Arsenal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Gareth Owen ráðinn tæknilegur ráðgjafi Vals

Gareth Owen ráðinn tæknilegur ráðgjafi Vals
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Svona væri staðan ef föst leikatriði væru tekin úr jöfnunni – Arsenal og United væru í djúpum skít

Svona væri staðan ef föst leikatriði væru tekin úr jöfnunni – Arsenal og United væru í djúpum skít
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hættir í starfinu til að aðlaga líf sitt að stráknum sínum sem er með alvarlega einhverfu

Hættir í starfinu til að aðlaga líf sitt að stráknum sínum sem er með alvarlega einhverfu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Leita til lögfræðings eftir ógeðfelldar lygar á netinu með hjálp gervigreindar – Sonur þeirra átti að vera látinn og ung dóttir þeirra með krabbamein

Leita til lögfræðings eftir ógeðfelldar lygar á netinu með hjálp gervigreindar – Sonur þeirra átti að vera látinn og ung dóttir þeirra með krabbamein
433Sport
Í gær

Þorsteinn útskýrir ákvörðun sína – „Gott að koma inn fyrsta markinu“

Þorsteinn útskýrir ákvörðun sína – „Gott að koma inn fyrsta markinu“
433Sport
Í gær

Engar líkur á að Slot fái sparkið

Engar líkur á að Slot fái sparkið