

Fyrrum félög Martin Zubimendi, miðjumanns Arsenal, eiga nú í harðri deilu vegna félagaskipta hans frá Real Sociedad í sumar.
Antiguoko, uppeldisfélag leikmannsins, hefur höfðað mál gegn Sociedad og krefst 870 þúsund punda sem jafngildir um einni milljón evra vegna hluta sem þeir telja sig eiga rétt á úr sölunni.
Zubimendi, sem er 26 ára, hefur slegið í gegn eftir komu sína til Arsenal síðasta sumar fyrir 51 milljón punda og hefur verið lykilmaður í liði sem situr nú fjórum stigum á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.
Roberto Montiel, tæknistjóri Antiguoko, segir samband félaganna vera mjög slæmt. „Við höfðum samkomulag við Real Sociedad fram til ársins 2020. Eftir það höfum við unnið með Athletic Bilbao,“ sagði hann.
„Þegar Zubimendi skrifaði undir hjá Real Sociedad var samið um að ef hann yrði seldur síðar, myndi Antiguoko fá fimm prósent af sölunni, að hámarki einni milljón evra. Real Sociedad hefur ekki staðið við það.“
Real Sociedad hefur ekki tjáð sig opinberlega um málið, en spænskir fjölmiðlar greina frá því að félagið telji sig ekki bundið af samkomulaginu þar sem það hafi runnið út áður en leikmaðurinn var seldur til Arsenal.