
Viktor Bjarki Daðason heldur áfram að slá í gegn með FC Kaupmannahöfn og skoraði hann í danska bikarnum í gær.
Þessi 17 ára gamli Framari hefur heldur betur gert sig gildandi með aðalliði FCK undanfarnar vikur. Skoraði hann til að mynda gegn Dortmund í Meistaradeildinni í síðustu viku.
Viktor var aftur á skotskónum gegn Hobro í gær, en hann skoraði síðasta markið í 1-4 sigri. Lagði hann einnig upp fyrsta mark leiksins á Youssoufa Moukoko.
Mark Viktors má sjá í spilaranum hér að neðan.