fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
433Sport

Viðtal í gær vekur athygli – Hjólaði í eigin leikmann og gaf í skyn að hann væri eigingjarn

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 30. október 2025 09:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enzo Maresca, stjóri Chelsea, lét eigin leikmann heyra það þrátt fyrir 4-3 sigur liðsins á Wolves í enska deildabikarnum í gær.

Chelsea komst í 3-0 forystu í fyrri hálfleik áður en Wolves minnkaði muninn í seinni hálfleik, en Jamie Gittens tryggði sigurinn með fjórða marki Lundúnaliðsins. Maresca gaf nokkrum mönnum sem almennt fá minna að spila tækifæri, þar á meðal Filip Jorgensen, Jorrel Hato og Tyrique George, sem allir áttu fína innkomu.

Liam Delap kom inn af bekknum á 61. mínútu. Hann fékk tvö gul spjöld á 25 mínútum og var rekinn af velli á 86. mínútu. Þetta var fimmta rauða spjaldið hjá Chelsea í síðustu níu leikjum, en Maresca sjálfum hefur einnig verið vísað upp í stúku á þessu tímabili.

„Já, þetta er vandræðalegt þegar rauða spjaldið kemur svona. Tvö gul spjöld á innan við tíu mínútum. Þetta er ekki gott,“ sagði Maresca.

„Ég sagði honum fjórum eða fimm sinnum að róa sig. En Liam er leikmaður sem, þegar hann er inni á vellinum, virðist spila leikinn fyrir sjálfan sig og á erfitt með að hlusta á aðra.“

Delap hefur spilað fjóra leiki fyrir Chelsea á tímabilinu en hann missti af tíu leikjum vegna meiðsla. Hann verður í banni í næsta leik liðsins gegn Tottenham í deildinni á laugardag, en gæti snúið aftur þegar Chelsea mætir Qarabag í Meistaradeildinni þann 5. nóvember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Víðir furðar sig á orði sem Íslendingar nota í auknum mæli – „Þetta er tilfinningalaust stofnanamál“

Víðir furðar sig á orði sem Íslendingar nota í auknum mæli – „Þetta er tilfinningalaust stofnanamál“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fyrrum stórstjarna skiptir enn og aftur um vinnu

Fyrrum stórstjarna skiptir enn og aftur um vinnu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Guðrún: „Fannst við hafa yfirhöndina allan tímann“

Guðrún: „Fannst við hafa yfirhöndina allan tímann“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Glódís með netta pillu: „Fyrst það er búið að eyða svona miklum peningum er svolítið skrýtið að það sé ekki hægt að nota völlinn“

Glódís með netta pillu: „Fyrst það er búið að eyða svona miklum peningum er svolítið skrýtið að það sé ekki hægt að nota völlinn“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Búnir að finna eftirmann Tudor

Búnir að finna eftirmann Tudor
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Meiðslavandræði Tottenham aukast – Tíu leikmenn fjarverandi

Meiðslavandræði Tottenham aukast – Tíu leikmenn fjarverandi
433Sport
Í gær

Er í fangelsi fyrir nauðgun og ræðir málin í fyrsta sinn – „Ég fæ enga sérmeðferð og vinn við það sama og aðrir“

Er í fangelsi fyrir nauðgun og ræðir málin í fyrsta sinn – „Ég fæ enga sérmeðferð og vinn við það sama og aðrir“
433Sport
Í gær

Segir að ráðherralaun séu í boði fyrir Sigurð Egil á Akureyri sem er mjög eftirsóttur

Segir að ráðherralaun séu í boði fyrir Sigurð Egil á Akureyri sem er mjög eftirsóttur