
Arsenal skrifaði nýjan kafla í ensku knattspyrnusögunni með 2-0 sigri á Brighton í deildabikarnum á miðvikudagskvöld.
Sigurinn tryggði liðinu sæti í átta liða úrslitum þar sem þeir mæta Crystal Palace. Ethan Nwaneri kom Arsenal yfir á 57. mínútu og Bukayo Saka innsiglaði sigurinn 14 mínútum fyrir leikslok.
Lið Mikel Arteta hefur verið í frábæru formi og er nú með fjögurra stiga forskot á toppi úrvalsdeildarinnar auk þess að hafa unnið alla þrjá leiki sína í Meistaradeildinni.
Októbermánuður hefur verið sérstaklega glæsilegur, sex sigrar í sex leikjum í öllum keppnum án þess að liðið hafi fengið á sig mark. Arsenal er fyrsta enska úrvalsdeildarliðið í sögunni til að vinna sex leiki í einum mánuði án þess að fá á sig mark.
Síðasta markið sem liðið fékk á sig var 28. september gegn Newcastle United. Síðan þá hafa þeir unnið meðal annars Olympiacos, West Ham, Fulham, Atlético Madrid og Crystal Palace.