

Sádi-Arabía hefur afhjúpað stórhuga áform um að reisa fyrsta „sky stadium“ heimsins eða svonefndan himnavöll, langt fyrir ofan jörðina.
Leikvangurinn, hefur vakið mikla athygli eftir að gervigreindarhönnuð myndbönd af verkefninu birtust á samfélagsmiðlum.
Samkvæmt hugmyndunum mun völlurinn rísa á toppi háreistra skýjakljúfs og rúma um 46 þúsund áhorfendur í 350 metra hæð yfir jörðu.

Til samanburðar er það um 40 metrum hærra en efsti punktur The Shard í London, hæsta bygging Bretlands.
Verkefnið er hluti af stærri framtíðarsýn Sáda í tengslum við undirbúning fyrir HM í knattspyrnu 2034, sem landið mun hýsa. Í fyrra kynntu yfirvöld 15 hátæknileikvanga sem eiga að verða tilbúnir fyrir mótið.
NEOM Stadium er eitt þeirra verkefna og á að rísa innan hinnar metnaðarfullu borgar The Line, sem á að verða löng, línulaga borg byggð sem risaskýjakljúfur í eyðimörkinni.
Nýjustu myndirnar sýna þó breytingu á hugmyndinni, nú er gert ráð fyrir að völlurinn rísi á hefðbundnari skýjakljúf í staðinn fyrir að vera hluti af The Line. Þetta verður líklega einn mest áberandi og tæknilega flóknasti leikvangur heims.