fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
433Sport

Kalt andrúmsloft á tökustað eftir sögur um kokkálun frá hinni umdeildu Wöndu

433
Fimmtudaginn 23. október 2025 21:30

Wanda Nara

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Argentínskir fjölmiðlar greina frá því að Wanda Nara hafi sent Enzo Fernández daðursleg skilaboð sem hafi valdið nokkru uppnámi í heimalandinu.

Wanda, 38 ára sem er fyrrverandi eiginkona Mauro Icardi, stýrir vinsæla sjónvarpsþættinum Celebrity MasterChef í Argentínu. Þar tekur nú kærasta Fernández, Valentina Cervantes, 25 ára, þátt, sem gerir málið enn vandræðalegra.

Samkvæmt argentínska miðlinum La Nación hefur verið nokkur spenna milli Wandu og Valentinu, og ástæða þess sé skilaboð sem Wanda hafi sent leikmanni Chelsea. Blaðamaðurinn Santiago Sposato greinir frá því að skilaboðin hafi verið einföld.

„Ég sá þig í hverfinu, skrifaðu mér ef þú vilt.“

Enzo og frú.

Fernández á hins vegar ekki að hafa svarað, heldur strax sýnt kærustunni skilaboðin sem hafi reitt Wöndu til reiði.

Valentina hefur síðan sjálf brugðist við fréttunum og hafnað því að um raunveruleg samskipti hafi verið að ræða. „Já, ég sá þetta. En eins og ég veit best, hef ég ekki séð nein skilaboð. Nei, Enzo hefur aldrei talað við mig um neitt slíkt,“ sagði hún í viðtali.

Hún bætti við að hún hafi fyrst frétt af sögunni í gegnum fjölskyldu sína. „Ég sá þetta um daginn, fjölskyldan mín sendi mér myndskeið, því ég horfi ekki á sjónvarp heima.“

Hvort um misskilning eða alvöru daðursögu sé að ræða er óljóst, en argentínskir fjölmiðlar hafa tekið málið föstum tökum og segja þetta hafa valdið kaldri stemningu í MasterChef-stúdíóinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar
433Sport
Í gær

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kemur Gyokeres til varnar

Kemur Gyokeres til varnar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 2 dögum
Salah snýr aftur