Fyrrum landsliðskonan Svava Rós Guðmundsdóttir hefur lagt skóna á hilluna, en frá því greindi hún á samfélagsmiðlum.
Svava lék síðast með Gotham í Bandaríkjunum en hefur lítið spilað undanfarin tímabil vegna meiðsla. Þá eignaðist hún barn fyrr á árinu. Lék hún einnig í Noregi, Svíþjóð, Frakklandi og Portúgal á ferlinum.
Svava, sem verður þrítug síðar á árinu, lék alls 47 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og hefur kveðjum frá fyrrum liðsfélögum úr landsliðinu, sem og fleirum, rignt inn frá því hún tilkynnti um ákvörðun sína.
View this post on Instagram