Ruben Amorim, stjóri Manchester United, vann einhverja stuðningsmenn félagsins aftur á sitt band með því að vinna Liverpool óvænt á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í gær.
United vann 1-2 þar sem Harry Maguire skoraði dramatískt sigurmark. Liðið er nú aðeins tveimur stigum á eftir Liverpool, sem er í brasi og hefur tapað fjórum í röð í öllum keppnum.
Tölfræðiveitan Opta vekur athygli á því að Amorim hefur nú unnið útileiki gegn Liverpool og Manchester City, tveimur af allra sterkustu liðum Englands, á tíma sínum sem stjóri.
Er hann sá eini á undanförnum fimm tímabilum í ensku úrvalsdeildinni sem hefur tekist þetta, eins og kemur fram hjá Opta.
Það hefur mikið verið rætt og ritað um að heitt sé undir Amorim. United endaði í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í vor og hefur ekki byrjað frábærlega á þessari leiktíð heldur.
Sigurinn í gær hefur því klárlega verið léttir fyrir Portúgalann.
2 – Rúben Amorim is the only manager to win away from home at both Anfield and the Etihad across the last five Premier League seasons. Plan. pic.twitter.com/JIbTHM91bl
— OptaJoe (@OptaJoe) October 20, 2025