fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Af hverju spila Strákarnir okkar ekki á þjóðarleikvangi Frakka?

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 8. september 2025 07:00

Frá því eftir leik Íslands og Frakklands á Stade de France á EM 2016. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá París

Íslenska karlalandsliðið mætir því franska í annarri umferð undankeppni HM annað kvöld. Það verður þó ekki leikið á þjóðarleikvangi Frakka, Stade de France.

Bæði lið unnu góða sigra í fyrstu umferðinni, Ísland 5-0 gegn Aserbaísjan í Laugardalnum eins og flestir vita og Frakkland 0-2 gegn Úkraínu. Stákarnir okkar koma því fullir sjálfstrausts inn í leikinn en það má þó búast við að hann verði afar strembinn gegn einu sterkasta landsliði heims.

Leikurinn fer fram á Parc des Princes, heimavelli Paris Saint-Germain, en ekki á Stade de France. Hefur það vakið athygli einhverra en ástæðan er sú að samningur við rekstraraðila þjóðarleikvangsins er runninn út og er verið að vinna að því að finna nýjan.

Franska ríkið hefur átt í viðræðum við GL Events um að taka við rekstrinum, en það gengur eitthvað hægt að landa samningi.

Franska knattspyrnusambandið ákvað að velja Parc des Princes sem heimavöll landsliðsins í undankeppni HM, á meðan óvissa stendur yfir með þjóðarleikvanginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot