fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Íslenska liðið búið að gera heimavinnuna fyrir þriðjudaginn – „Þurfum að nýta okkar móment“

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 7. september 2025 18:00

Ísak Bergmann Jóhannesson. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið er búið að kortleggja það franska og mun freista þess að stríða þeim í París á þriðjudagskvöld. Þetta segir Ísak Bergmann Jóhannesson, sem var hetjan í síðasta leik.

Um annan leik í undankeppni HM er að ræða. Íslenska liðið vann Aserbaísjan 5-0 í fyrstu umferðinni, þar sem Ísak skoraði tvö mörk og var að margra mati maður leiksins.

„Þetta verður mjög erfiður leikur en við erum gíraðir í þetta eftir góðan 5-0 sigur á Laugardalsvelli,“ sagði Ísak við 433.is í dag, en liðið fór yfir til Parísar í gær.

„Þeir eru með mjög góða leikmenn, Mbappe, Olise og fleiri kalla. En þeir eru ekki með target-framherja. Við verðum með turnana okkar sem geta skallað allt í burtu og svo verðum við þéttir fyrir í lágblokkinni. Við þurfum svo að nýta okkar 2-3 móment til að stríða þeim.“

Arnar Gunnlaugsson er að fara að stýra sínum sjötta leik frá því hann tók við í byrjun árs.

„Mér finnst Arnar frábær þjálfari og ég persónulega er að læra mikið af fundunum hjá honum. Hann er ótrúlega klár þjálfari og greinilega búinn að þróa sig, frá því hann var með Víking og svo hingað í landsliðið.“

Þess má geta að vegna tæknilegra örðugleika er viðtalið í tveimur hlutum hér að neðan.

video
play-sharp-fill
video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot
Hide picture