fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
433Sport

Vandræðaleg byrjun hjá Ten Hag – Rassskelltir af táningum frá Brasilíu

Victor Pálsson
Laugardaginn 19. júlí 2025 08:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að Erik ten Hag byrji afskaplega illa með sínu nýja félagi, Bayer Leverkusen, eftir að hafa tekið við í sumar.

Ten Hag er fyrrum stjóri Ajax og Manchester United og er arftaki Xabi Alonso sem gerði frábæra hluti með þýska félagið.

Ten Hag stýrði sínum fyrsta leik í gær og sá sína menn tapa 5-1 gegn unglingaliði Flamengo frá brasilíu.

Leikmenn yngri en 20 ára fengu að spila leikinn hjá Flamengo á meðan Leverkusen tefldi fram nokkuð sterku liði.

Það vantaði vissulega lykilmenn í lið Leverkusen en stjörnur eins og Victor Boniface, Jonas Hofmann, Mark Flekken og Artur voru í byrjunarliðinu.

Flamengo var 4-0 yfir í hálfleik en mark Leverkusen var skorað á 70. mínútu til að laga stöðuna í 5-1.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

United tvöfaldar verðmiða Antony

United tvöfaldar verðmiða Antony
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Telur að Chelsea muni vinna deildina í vetur

Telur að Chelsea muni vinna deildina í vetur
433Sport
Í gær

Leikið á Reykjavíkurborg í Fossvogi í gær – Gáfu bjórinn frekar en að selja hann

Leikið á Reykjavíkurborg í Fossvogi í gær – Gáfu bjórinn frekar en að selja hann
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Arsenal vel peppaðir eftir að hafa séð þessa flutninga

Stuðningsmenn Arsenal vel peppaðir eftir að hafa séð þessa flutninga