Manchester United er búið að tvöfalda verðmiða sóknarmannsins Antony sem er á sölulista í sumar.
Frá þessu greinir miðillinn UOL en Antony var um tíma fáanlegur fyrir um 20 milljónir punda eftir afskaplega slæma dvöl í Manchester.
Brassinn var lánaður til Spánar í janúar og spilaði með Real Betis og stóð sig gríðarlega vel.
United er nú vongott um að fá allt að 50 milljónir punda fyrir Antony en lið eins og Bayer Leverkusen og RB Leipzig eru nefnd til sögunnar.
Betis hefur áhuga á að fá leikmanninn endanlega en litlar líkur eru á að félagið geti borgað þessa upphæð.
Antony er 25 ára gamall en hann hefur ekki tekið ákvörðun um framhaldið og heldur öllum möguleikum opnum.