Birnir Snær Ingason er á leið til KA í Bestu deild karla, hann kemur til félagsins frá Halmstad í Svíþjóð.
Það var Kristján Óli Sigurðsson sérfræðingur Þungavigtarinnar sem sagði fyrstur allra frá.
Samkvæmt heimildum 433.is kemur Birnir á láni til KA út þessa leiktíð. Félagaskipti hans til KA koma mörgum á óvart.
Birnir hafði verið orðaður við sitt gamla félag Víking en hann yfirgaf félagið fyrir um 18 mánuðum síðan.
Kantmaðurinn knái er hins vegar að semja við KA sem er í fallbaráttu í Bestu deildinni og ætti það að lyfta félaginu mikið að fá Birni í sínar raðir
Birnir Snær Ingason er að krota undir hjá KA. Risa samningur á íslenskan mælikvarða. Meira um málið í Vigtinni í fyrramálið.#HeimavinnaHöfðingjans pic.twitter.com/zMOA7GJ05K
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) July 17, 2025