Stefano Pioli nýr þjálfari Fiorentina hefur mikla trú á því að Albert Guðmundsson verði algjör lykilmaður í liði Fiorentina á komandi leiktíð.
Albert var keyptur til Fiorentina í sumar en hann var á láni hjá félaginu frá Genoa á síðustu leiktíð.
Pioli tók við Fiorenetina í sumar og lagði mikla áherslu á það að félagið myndi ganga frá kaupum á Alberti.
„Albert hefur frábæra tæknilega getu og skilur leikinn út frá taktík hrikalega vel,“ sagði Pioli á fréttamannafundi í dag þar sem hann var formlega kynntur til leiks.
„Hann elskar að taka ábyrgð og vill hafa áhrif á leikinn, þess vegna verður hann mikilvægur í okkar kerfi. Hann getur leyst nokkrar stöður framarlega á vellinum og verður mikilvægur í okkar liði.“