Ethan Nwaneri er ekki á förum frá Arsenal á næstunni en hann mun krota undir nýjan langtímasamning við félagið.
Þetta kemur fram í frétt Athletic en framtíð Nwaneri hefur verið í umræðunni undanfarnar vikur.
Táningurinn á aðeins 12 mánuði eftir af samningi sínum og hefur gengið erfiðlega að ná samkomulagi um framlengingu.
Athletic segir nú að Arsenal sé nálægt því að semja við leikmanninn og er búist við staðfestingu á því mjög bráplega.
Um er að ræða einn allra efnilegasta leikmann Arsenal sem varð yngsti leikmaðurinn til að spila í ensku úrvalsdeildinni árið 2022 þá aðeins 15 ára gamall.