Mohamed Salah á ekki að vera valinn besti leikmaður ársins á Englandi en þetta segir fyrrum varnarmaðurinn Richard Dunne.
Dunne hefur verið hrifinn af Salah á þessu tímabili en Liverpool er búið að tryggja sér titilinn þetta árið.
Hann er hins vegar á því máli að Virgil van Dijk eigi að fá verðlaunin en varnarmaðurinn hefur verið frábær í allan vetur.
,,Leikmaður ársins verður að vera frá Liverpool og það eru þrír sem er hægt að velja, Salah, Virgil van Dijk og Ryan Gravenberch,“ sagði Dunne.
,,Fólk mun segja að Liverpool væri alls ekki á sama stað í dag án marka og stoðsendinga Salah en ég verð að velja Van Dijk.“
,,Hann kemur með ró inn í liðið og án hans er liðið ekki með svona leiðtoga. Hann hefur verið upp á sitt besta í hverri viku og og á því verðlaunin skilið.“