Alisha Lehmann, leikmaður Juventus, er ansi vinsæl utan vallar og með yfir 16 milljónir fylgjenda á Instagram. Það er því óhætt að segja að hún drukkni í skilaboðum þar daglega.
Lehmann, sem áður var á mála hjá Aston Villa og Everton til að mynda, var hins vegar spurð út í það hver væri sá frægasti sem hefur sett sig í samband við hana.
Svarið var einfalt. „Drake er sá frægasti. Hann vildi bara áritaða treyju.“
Drake er að sjálfsögðu einn frægasti tónlistarmaður heims og greinilega aðdáandi Lehmann.