fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Óskar Hrafn opnar sig um veikleika og styrkleika sína – „Einfaldasta leiðin til að lýsa því er að ég vil alltaf falla á eigið sverð“

433
Miðvikudaginn 30. apríl 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, er í áhugaverðu viðtali í hlaðvarpinu Berjast þar sem hann fer yfir sjálfan sig sem þjálfara og ræðir sín grunngildi.

Óskar er skemmtilegur karakter sem hefur litað íslenskan bolta skemmtilegum litum. Hann tók við þjálfun KR síðasta sumar.

„Fyrir mig að vera þjálfari er helst að hjálpa leikmönnum að verða betri. Það er í raun og veru stóra málið, að hjálpa þeim að verða betri leikmenn og betri persónur. Hvort sem það séu níu ára stelpur eða eldri menn,“ segir Óskar Hrafn í Berjast.

Óskar var beðin um að lýsa sér sem þjálfara þar sem hann segist hafa ákveðnar reglur.

„Ég mundi lýsa mér sem tilfinningaríkum þjálfara, þjálfara sem að hugsar meira um ferðalagið sem að þjálfunin er frekar en lokatakmarkið. Ég er mjög upptekin af því að reyna að hjálpa mönnum og leikmönnum að bæta sig. Þegar ég segi það er ég að tala um að bæta sig í hlutum sem ég tel vera rétta leiðin, ég einsetti mér það þegar ég fór í þjálfun að halda mig við mína leið. Einfaldasta leiðin til að lýsa því er að ég vil alltaf falla á eigið sverð. Menn hafa gert grín að mér fyrir þetta en þetta orðatiltæki en það lýsir því ágætlega.“

Óskar segist hugsa mikið út í það að skapa gott andrúmsloft og það sé mjög mikilvægt að leikmönnum líði vel. Hann nefnir einnig dæmi um Orra Stein Óskarsson, fyrirliða Íslands sem er sonur Óskars og leikur með Real Sociedad á Spáni.

„Ég hef horft á það á vinnustöðum sem ég hef verið á, að fólk hefur klikkað af því að þeir gerðu hlutina eins og þeir héldu að aðrir vildu að þeir ættu að vera. Ég geri hlutina á minn hátt, ef ég get það ekki þá er allt eins gott að vera annars staðar. Ég er upptekin af því að leikmönnum líði vel, þess vegna sýni ég öllu sem kemur fjölskyldunni við mikinn skilning. Ég gef útlendingum meira frí ef það er tækifæri til þess að fara heim, ég er upptekin af því að reyna að búa til gott andrúmsloft. Að menn hafi gaman af því að koma í „vinnuna“, þetta er ekki bara vinna. Af hverju spilar þú fótbolta? Það er að spila fótbolta, það er ekki að vera í færslum í 4-4-2 í 30 mínútur. Ég er upptekin af því, ég kynnist því í gegnum son minn. Að það er sjaldan gaman á æfingum, þeir taka gleðina úr þessu. Ég er upptekin af því að menn hafi gaman af því sem þeir eru að gera.“

Óskar var svo beðin um að tala um veikleika og styrkleika sína. „Styrkleikar eru þeir sem ég lýsti áðan, ég reyni að vera samkvæmur sjálfum sér og stend fast við það sem ég trúi á. Ég held að ég eigi auðvelt að vinna með hóp, eigi auðvelt með að skapa gott andrúmsloft. Búa til umhverfi þar sem menn eru tilbúnir að læra og fara út fyrir þægindarammann. Veikleikarnir eru að ég er þrjóskur, ég er lítill plan B, C og D maður. Ég met það þannig að ef þú ert með plan A, B, C og D. Þá er ekki líklegt að plan A virki, því plan B, C og D eru ekki jafn áhættusöm. Eðli mannskepnunnar er það að leita í það sem er þægilegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
David endar á Ítalíu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Enn einn markmaðurinn orðaður við Chelsea

Enn einn markmaðurinn orðaður við Chelsea
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kjartan Már keyptur til Skotlands

Kjartan Már keyptur til Skotlands
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Jurgen Klopp tjáir sig um andlát Diogo Jota – „Gaf frá sér ást og hugsaði vel um eiginkonu sína og börn“

Jurgen Klopp tjáir sig um andlát Diogo Jota – „Gaf frá sér ást og hugsaði vel um eiginkonu sína og börn“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?
433Sport
Í gær

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“
433Sport
Í gær

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu