Albert Guðmundsson hefur fengið grænt ljós frá félagsliði sínu Genoa um að skipta yfir til Fiorentina.
Frá þessu greinir Fabrizio Romano í kvöld en Albert hefur verið á óskalista Fiorentina í dágóðan tíma.
Albert mun ferðast til Fiorentina á morgun og mun gangast undir læknisskoðun um helgina.
Hann skrifar undir eins árs langan lánssamning og getur Fiorentina svo keypt hann endanlega næsta sumar.
Þetta er mikill missir fyrir Genoa en Albert er mikilvægasti leikmaður liðsins.
🟣⚜️ Albert Gudmundsson has been authorized to travel on Friday with medical tests to follow at Fiorentina in 24h.
€8m loan fee, €17m buy clause that could become mandatory and €3m add-ons to Genoa.
Genoa sign Pinamonti… and Juve now wait for green light for Nico González. pic.twitter.com/1x3pls8gke
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 15, 2024