Ruud van Nistelrooy mun stýra næstu þremur leikjum Manchester United áður en Ruben Amorim tekur formlega til starfa. The Athletic segir frá.
Nistelrooy mun stýra liðinu gegn Chelsea, PAOK og svo Leicester.
United borgar 8 milljóna punda klásúlu í samningi Amorim en Sporting hefði getað haldið honum í 30 daga eftir það.
United fær Amorim til starfa þegar landsleikjafrí hefst en félagið þarf að borga 150 milljónir í viðbót til að fá hann þá.
Amorim mun stýra næstu þremur leikjum Sporting og þar á meðal leik gegn Manchester City í næstu viku.
Nistelrooy var aðstoðarmaður Erik ten Hag en óvíst er hvort hann fái pláss í teymi Amorim.
Amorim mun koma með þrjá eða fjóra aðstoðarmenn með sér frá Sporting.