KR er búið að taka tilboði frá ÍA í Alex Þór Hauksson ef marka má Kristján Óla Sigurðsson í Þungavigtinni.
Kristján segir að ÍA hafi boðið 2 milljónir króna í Alex Þór og það hafi verið samþykkt.
Alex Þór gekk í raðir KR fyrir nýliðið tímabilið eftir að hafa verið í atvinnumennsku, flest lið landsins vildu fá hann en Alex valdi KR.
Óskar Hrafn Þorvaldsson tók við KR í sumar og hefur boðað miklar breytingar í Vesturbæ, hefur liðið samið við þrettán leikmenn eftir að Óskar kom til starfa.
Það er því viðbúið að nokkrir leikmenn fari frá KR á næstunni og gæti Alex Þór verið einn þeirra.