Samkvæmt frétt ESPN fóru forráðamenn Manchester United að ræða við sérfræðinga í sjónvarpi síðasta vor og bað félagið þá að hætta að dásama Jadon Sancho.
Sancho var hent út í kuldann hjá Manchester United af Erik ten Hag.
Eftir nokkra mánuði var Sancho lánaður til Dortmund þar sem hann stóð sig vel, fékk hann mikið lof frá sérfræðingum í sjónvarpi vegna þess.
Forráðamenn United voru ekki hrifnir af því enda voru þeir meðvitaðir um það að stuðningsmenn United voru ósáttir með það hvernig Ten Hag kom fram við Sancho.
Sancho var svo seldur til Chelsea í sumar af því að Ten Hag vildi ekki nota hann, telja margir að félagið hafi gert mistök nú þegar búið er að reka Ten Hag.