Félög í Sádí Arabíu horfa til þess að fá Vinicius Junior leikmann Real Madrid næsta sumar. Sport á Spáni heldur þessu fram.
Vinicius Junior er reiður þessa dagana eftir að hafa ekki verið kjörinn besti leikmaður í heimi í vikunni.
Real Madrid ákvað að sniðganga Ballon d’Or hátíðina í vikunni vegna þess að Vini Jr vann ekki verðlaunin.
Forráðamenn deildarinnar í Sádí Arabíu telur að þetta geti hjálpað liðum að fá hann að hann sé ósáttur með fótboltayfirvöld í Evrópu.
Vinicius Junior hefur einnig mátt þola mikinn rasisma á Spáni og telja lið í Sádí Arabíu að hann gæti verið klár í slaginn.