Marvörðurinn og tvöfaldi Íslandsmeistarinn Brynjar Atli Bragason hefur skrifað undir nýjan 2. ára samning við Breiðablik.
„Brynjar er fæddur árið 2000 og hefur verið ómetanlegur í verðlauna liði Breiðabliks síðustu ár,“ segir á vef Breiðablik
Hann á 17 leiki fyrir félagið í deild, bikar, Evrópukeppnum og fleiri mótum. Hann kom til Breiðabliks frá Njarðvík í janúar 2020.
Brynjar hefur verið varamarkvörður fyrir Anton Ara Einarsson sem varði mark Blika af stakri snilld í sumar.