Sá möguleiki er fyrir hendi að Ruben Amorim stýri Sporting Lisbon fram að næsta landsleikjafríi áður en hann tekur við Manchester United.
Félögin ræddu málin í gær og er búist við að jafnvel verði tilkynnt um eitthvað í dag.
Sporting vill halda í Amorim fram að landsleikjafríi sem hefst 10 nóvember. Sporting á leiki við Estrela, Manchester City og Braga fram að því.
Ekkert samkomulag er þó í höfn en United er tilbúið að borga klásúlu Amorim sem er 10 milljónir evra.
Sky Sports segir að búast megi við tíðindum síðar í dag. Ruud van Nistelrooy stýrir United tímabundið eftir að Erik ten Hag var rekinn.