fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
433Sport

Gummi Ben segir sláandi að lesa um mál FH – „Ömurlegt fyrir þá aðila sem eru flæktir inn í þetta“

433
Föstudaginn 20. desember 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Benediktsson, ástsælasti íþróttalýsandi þjóðarinnar, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.

Málefni FH voru að sjálfsögðu til umræðu í þættinum. Mörgum var brugðið eftir að lesa skýrslu sem Hafnarfjarðarbær lét Deloitte vinna fyrir sig um bókhald FH í tengslum við byggingu á knatthúsinu Skessunni.

Meira
Hafnarfjarðarbær sendir langt erindi til FH og krefst svara – „Þessi ákvörðun er tekin án samþykkis“

Á meðal þess sem fram kom var að Viðar Halldórsson, formaður aðalstjórnar FH, fékk 61 milljón króna fyrir að stýra byggingarframkvæmdum á Skessunni, sem ekki var gert ráð fyrir í samkomulagi við bæinn. Þá hefur félag í eigu bróður hans, Jóns Rúnars Halldórssonar, Best Hús, fengið nærri 400 milljónir króna greiddar frá FH undanfarin ár. Samkvæmt ársreikningum þess félags námu tekjurnar þó aðeins 99 milljónum króna á árunum 2018-2022.

„Maður er búinn að heyra af þessari skýrslu í að verða tvo mánuði. Svo kemur úrdráttur úr þessu og mér fannst eiginlega erfitt að lesa þetta, margt af þessu. Það er margt sjokkerandi að lesa þarna. En ég er á því að bíða aðeins með að koma með stóra sleggjudóma. Við eigum eftir að fá einhver fleiri svör frá FH og kannski sérstaklega knattspyrnudeildinni, sem virðist vera miðpunkturinn í þessu,“ sagði Guðmundur í þættinum.

„Ég vona innilega að þetta verði allt saman í lagi því þetta er ömurlegt fyrir FH og þá aðila sem eru flæktir inn í þetta. Vonandi fáum við eðlilegar útskýringar á þessu.“

Umræða um málið í heild er í spilaranum.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum
Logi fær íslenska dómara

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þrumuræða Carragher um Liverpool – Segir liðið vera eins og Real Madrid og að Slot verði að láta það virka

Þrumuræða Carragher um Liverpool – Segir liðið vera eins og Real Madrid og að Slot verði að láta það virka
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Búist við tíðindum af Messi og framtíð hans á næstu dögum

Búist við tíðindum af Messi og framtíð hans á næstu dögum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Kostulegt atvik frá Anfield – Var byrjaður að fagna marki þegar Salah fékk boltann

Kostulegt atvik frá Anfield – Var byrjaður að fagna marki þegar Salah fékk boltann
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Leikir færðir til og skjöldurinn fer á loft á laugardag

Leikir færðir til og skjöldurinn fer á loft á laugardag
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Valur fékk leyfi frá HK til að ræða við Hermann – Þeir sem ráða í Kórnum farnir að skoða aðra kosti

Valur fékk leyfi frá HK til að ræða við Hermann – Þeir sem ráða í Kórnum farnir að skoða aðra kosti
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir Bayern að láta það alveg vera að framlengja við Kane

Segir Bayern að láta það alveg vera að framlengja við Kane
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fleiri breytingar í bígerð í Kópavogi – Endurskoða hvernig starf Alfreðs á að vera

Fleiri breytingar í bígerð í Kópavogi – Endurskoða hvernig starf Alfreðs á að vera
Hide picture