fbpx
Föstudagur 24.október 2025
433Sport

Óskar opnar sig um endalokin í Kópavoginum – „Ekki hægt að líta á það öðruvísi en að ég hafi verið rekinn, þetta var ekki skets í Fóstbræðrum“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 18. desember 2024 17:56

Óskar Hrafn Þorvaldsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, fór í viðtal við Dr. Football í dag og ræddi þar meðal annars endalok sín sem þjálfari Breiðabliks í fyrra.

Óskar yfirgaf Blika í október í fyrra, en þá var liðið á fullu í riðlakeppni Sambansdeildarinnar. Hann tók svo við Haugesund í Noregi, þar sem hann stoppaði stutt og tók svo við KR í sumar.

Óskar vildi hins vegar fá að klára Sambandsdeildina með Blikum, sem hann fékk ekki. Lítur hann því á það sem svo að hann hafi verið rekinn úr Kópavoginum.

„Ég hitti þá og átti eitt ár eftir af samningnum mínum, sem var af einhverjum ástæðum óuppsegjanlegur. Ég bað um að fá að hætta eftir tímabilið. Þeir tóku sér einhverja viku í að pæla í því hvernig þeir vildu standa að því og komust að þessari niðurstöðu,“ sagði Óskar í Dr. Football.

„Þá er ekki hægt að líta á það öðruvísi en að ég hafi verið rekinn, þetta var ekki skets í Fóstbræðrum. Þeir sögðu mér upp áður en ég gat klárað það sem ég vildi klára. Ef maður hættir ekki á eigin forsendum þá þýðir það yfirleitt að maður sé rekinn.“

Óskar náði heilt yfir fantagóðum árangri með Breiðablik. Hann gerði liðið að Íslandsmeistara 2022 og kom því í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar ári síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þessi stórlið fá afslátt af framherjanum eftirsótta

Þessi stórlið fá afslátt af framherjanum eftirsótta
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Einn besti varnarmaður í heimi var nálægt því að hætta í fótbolta

Einn besti varnarmaður í heimi var nálægt því að hætta í fótbolta
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hreinsuðu loftið eftir umdeilt viðtal á Íslandi

Hreinsuðu loftið eftir umdeilt viðtal á Íslandi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hjörvar telur að Halldór hafi leitað í skóla Óskars eftir að hann var rekinn – „Ég vissi að það kæmi Steinke frétt, það er the playbook“

Hjörvar telur að Halldór hafi leitað í skóla Óskars eftir að hann var rekinn – „Ég vissi að það kæmi Steinke frétt, það er the playbook“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Magnús kveður eftir 18 ára starf og Þóroddur tekur við

Magnús kveður eftir 18 ára starf og Þóroddur tekur við
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Messi gerir nýjan þriggja ára samning við Miami – Verður þar til 41 árs

Messi gerir nýjan þriggja ára samning við Miami – Verður þar til 41 árs
433Sport
Í gær

Myndband: Kjóllinn hennar rifnaði í beinni útsendingu – Viðbrögð stórstjörnunnar við hlið hennar vekja athygli

Myndband: Kjóllinn hennar rifnaði í beinni útsendingu – Viðbrögð stórstjörnunnar við hlið hennar vekja athygli
433Sport
Í gær

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“