Knattspyrnudeild Aftureldingar boðar til fréttamannafundar í félagsheimilinu Hlégarði í Mosfellsbæ klukkan 12:00 á morgun, föstudag.
Tilefnið er kynning á fjórum nýjum leikmönnum sem munu leika með Aftureldingu næsta sumar þegar liðið spilar í fyrsta skipti í sögunni í Bestu deildinni.
Í hlaðvarpinu Dr. Football í dag var sagt að Jökull Andrésson og Axel Óskar Andrésson verði kynntir til leiks.
Axel kemur frá KR og Jökull frá Reading en hann lék með Afturelding síðari hluta síðustu leiktíðar.
Þá eru Oliver Sigurjónsson og Þórður Gunnar Hafþórsson einnig sagðir á leið. Oliver kemur frá Breiðablik og Þórður Gunnar kemur frá Fylki.